Sagan okkar

T.G.I. FIDAY’S opnaði sinn upprunalega stað í New York árið 1965 og varð fljótt staðurinn til þess að tjútta og tralla. Nafnið var fullkomið – burtséð frá því hvaða dagur var, leið manni alltaf eins og það væri föstudagur.

Í gegnum árin hefur fólk sótt á Friday’s í leit að ekta amerískum mat og drykk með spennandi ívafi – eins og okkar frægu Potato Skins, Jack Daniel’s® Grill og Long Island Iced Tea. Margt hefur breyst frá þessum upphafsdögum og í dag er Friday’s staðsett í 60 löndum víðs vegar um heiminn. En við höfum aldrei gleymt þessari„ hér inni er ávallt föstudagur“-tilfinningu!